Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að uppsögn EES-samningsins - 216 svör fundust
Niðurstöður

Hvaða áhrif hefur það á réttindi Íslendings að giftast breskum ríkisborgara hvað aðgang að háskólamenntun og greiðslu skólagjalda varðar?

Hjúskaparstaða getur skipt máli fyrir ríkisborgara EFTA/EES-ríkja þegar þeir flytjast á milli landa sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu. Það að giftast sambandsborgara leiðir þó ekki sjálfkrafa til betri réttarstöðu. Réttur maka er háður þeim rétti sem sambandsborgarinn hefur, en til að virkja þau réttindi er þa...

Hver er stefna ESB í umhverfismálum?

Stefna Evrópusambandsins í umhverfismálum miðar að því að vernda umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Stefnan byggir á fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisspjöllum og styðst við mengunarbótaregluna sem segir að sá sem er ábyrgur fyrir mengun og umhverfisspjöllum skuli greiða kostnaðinn. Löggjöf ESB á sviði u...

Eru vísitölutengd skuldabréf ekki afleiður og falla þar með undir lög um verðbréfaviðskipti?

Vísitölutenging skuldabréfa breytir þeim ekki í afleiður. Skuldabréf er ein tegund verðbréfa, og verðbréf og afleiður eru ólíkar tegundir fjármálagerninga. Lög um verðbréfaviðskipti ná ekki yfir lán sem veitt eru með þeim hætti að viðskiptavinur gefur út skuldabréf þar sem hann skuldbindur sig til að endurgreiða l...

Hvernig hefur samningnum um stöðugleika og vöxt verið breytt í kjölfar ríkisfjármálakreppunnar á evrusvæðinu?

Breytingar á samningnum um stöðugleika og vöxt (e. Stability and Growth Pact, SGP) er annar helsti liðurinn í áætlun Evrópusambandsins um að auka samræmingu í ríkisfjármálum aðildarríkjanna og koma í veg fyrir aðra ríkisfjármálakreppu. Með gildistöku svonefnds umbótapakka (e. Six-Pack) í desember 2011 voru innleid...

Samevrópska flugsvæðið

Samevrópska flugsvæðið (e. European Common Aviation Area, ECAA) er fjölhliða samningur milli Evrópusambandsins, EES-ríkjanna og fimm ríkja á Balkanskaganum (Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalands og Kósóvó). Tilgangurinn með samningnum er að koma á sameiginlegu flugsvæði sem grundvalla...

Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1? Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan g...

Hversu margir íslenskir embættismenn starfa á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-samninginn? Hver yrði heildarfjölgun starfsmanna, ef Ísland gengi í ESB?

Stór hluti af vinnu íslenskrar stjórnsýslu tengist innleiðingu og framkvæmd á Evrópulöggjöf í gegnum aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Það má því segja að flestir embættismenn og starfsmenn íslenskra ráðuneyta og stjórnsýslunnar starfi að meira eða minna leyti á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-sam...

Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?

Afar litlar breytingar yrðu á aðgangi Íslendinga að vinnumarkaði ríkja Evrópusambandsins ef Ísland gengi í sambandið. Ísland hefur fullgilt EES-samninginn og er því aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur um vinnumarkað falla að miklu leyti undir EES-samninginn og Ísland hefur því tekið nánast allt regluverk sam...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í febrúar 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör febrúarmánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Er það rétt sem haldið hefur verið fram í áberandi auglýsingum að lántakandi í „Evrulandi“ árið 2006 skuldi nú aðeins um þriðjung þess sem sá skuldar sem tók lán hjá Íbúðalánasjóði á sama tíma? Hvernig vitum ...

Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?

Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...

Hver er aðkoma Íslands að mótun vinnumarkaðslöggjöfar ESB og hvernig mundi hún breytast við aðild?

Aðild Íslands að ESB mundi veita íslenskum stjórnvöldum betri aðkomu að ákvarðanatökuferli sambandsins um málefni vinnumarkaðarins. EES-samningurinn tryggir fyrst og fremst samstarf á milli embættismanna EFTA/EES-ríkjanna og framkvæmdastjórnarinnar. Með aðild að ESB fengju Íslendingar fulltrúa í ráðinu og á Evrópu...

Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?

Löggjöf ESB skiptist í 35 kafla og er samið um 33 þeirra á meðan aðildarviðræður standa yfir milli Evrópusambandsins og umsóknarríkis. Framkvæmdastjórn ESB hefur metið það svo að 21 kafli af þessum 35 heyri undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið; 10 kaflar að öllu leyti og 11 kaflar að stórum hluta. *** ...

Munu vísindamenn á Íslandi fá fleiri styrki eða frekari aðgang að sjóðum ESB ef Ísland gerist fullgildur aðili að ESB?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Íslenskir vísindamenn hafa fullan aðgang að rannsókna- og nýsköpunarsjóðum Evrópusambandsins, til jafns við aðildarríki ESB, í gegnum EES-samninginn. Sjóðirnir, sem heyra undir 7. rannsóknaráætlun Evrópusambandsins og samkeppnis- og nýsköpunaráætlunina, eru svonefndir sa...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í apríl 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör aprílmánaðar árið 2014 á Evrópuvefnum: Er mikið vesen að komast í ESB? Helstu sáttmálar ESB Helstu stofnanir ESB Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Hversu mikið af regluverki ESB hefur verið innleitt í EES-la...

Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?

Helstu breytingarnar sem aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér varðandi póstverslun lúta að tollum annars vegar og fyrirkomulagi virðisaukaskattsinnheimtu hins vegar. – Núverandi umhverfi póstverslunar á Íslandi býður upp á ýmsa möguleika til einföldunar óháð aðild að ESB og hefur Alþingi nýverið ákveðið a...

Leita aftur: